Print this page

Verðlaunahafar í ritgerðasamkeppni

Alls bárust 11 ritgerðir í samkeppnina. Sérstaklega var eftirtektarverthversu stórt hlutfall ritgerða barst frá Menntaskólanum að Laugarvatni eða tíu ritgerðir af ellefu. Íljós kom að Jóna Björk Jónsdóttir líffræðikennari hafði eggjað sínanemendur áfram. Ef fleiri kennarar hefðu tekið eins á málinu er áreiðanlegt aðheimturnar hefðu orðið jafnvel enn betri.

Fyrstu verðlaun hlaut Kári Gautason, tvítugur Vopnfirðingur sem nemur við Menntaskólann á Akureyri, peningaverðlaun að upphæð 75.000 kr.

Önnur verðlaun (50.000 kr) hlaut Sævar Ingi Sigurjónsson og þriðju verðlaun (25.000 kr) hlaut Silja Elvarsdóttir, bæði nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni.

Jóhann Guðjónsson, formaður Samtaka líffræðikennara sem stóðu að ritgerðasamkeppninni ásamt, Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og Darwin dögunum 2009, afhenti ungmennunum þremur peningaverðlaun. Að auki fengu verðlaunahafarnir bókagjöf (sjá að neðan) frá Hinu íslenska bókmenntafélagi, sem Gunnar Haukur Ingimundarson afhenti þeim.

Á myndinni má sjá frá vinstri til hægri, Gunnar Hauk Ingimundarson, Kára Gautason, Silju Elvarsdóttur og Sævar Inga Sigurjónsson.

Bókin Uppruni tegundanna kom út á íslensku sem eitt Lærdómsrita Bókmenntafélagsins árið 2004, í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar og með yfirgripsmiklum inngangi eftir Örnólf Thorlacius þar sem hann rekur hugmyndir forvera og áhrifavalda Darwins, mótun þróunarkenningarinnar og afdrif hennar eftir hans dag. Þetta mun vera yngsta þýðing verksins á erlent tungumál. Af því tilefni er eintaki af íslensku gerðinni nú sérstaklega stillt upp í sýningarskáp í breska náttúrufræðasafninu í London á sýningu í tilefni af 200 ára afmæli Darwins.

Á árunum 1887-1889 ritaði Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur greinaflokk um sögu líffræðinnar og þróunarkenningu Darwins og birti í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags. Árið 1998 kom út bókin Um uppruna dýrategunda og jurta í flokkinum Lærdómsrit Bókmenntafélagsins og þar eru þessar greinar Þorvaldar teknar saman, endurbirtar og þeim fylgt úr hlaði með vönduðum og fróðlegum inngangi eftir Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðing.