Print this page

Tréð

Þróunartré

Hinn burðarás þróunarkenningarinnar er skyldleiki lífvera. Auðvelt er að sjá fyrir sér hvernig náttúrulegt val yfir ótaldar kynslóðir leiðir af sér ættartré tegundanna. Náskyldar lífverur eru svipaðar því þær hafa ekki haft mikinn tíma til að breytast, og fjarskyldar lífverur geta verið afskaplega frábrugðnar m.a. fyrir tilstuðlan náttúrulegs vals. Darwin sýndi fram á að lífverur raðast í þróunartré, þar sem svipaðar tegundir (eins og menn og apar) sitja á nálægum greinum og að ólíkar tegundir eins og menn og svampar, lenda á greinum sem aðskilist hafa fyrir langa löngu (eru neðarlega í trénu). Skipan manna í tré með öpum fór þversum í suma á þeim tíma. Helst fannst trúuðu fólki erfitt að sætta sig við að maðurinn hafi orðið til fyrir tilstuðlan náttúrulegra ferla en sé ekki skapaður af guðlegri veru(m).

 


Til baka: Þróun lífsins
Næsta síða: Íslenskar síður