Print this page

Þróun lífsins

Náttúrulegt val

Náttúrufræðingar höfðu tekið eftir því að sumar lífverur voru öðrum líkari, og einnig að stundum virka lífverur aðlagaðar umhverfi sínu (t.d er vængur notaður til flugs, og því kallaður aðlögun - e. "adaptation"). Darwin og Wallace leituðust við að útskýra skyldleika lífvera og aðlögun. Þeir áttuðu sig á að náttúrulegt val er óhjákvæmileg afleiðing nokkura staðreynda. 1) breytileiki er á milli einstaklinga, 2) hluti breytileikans erfist milli kynslóða og 3) æxlun er mishröð (það er að einstaklingar eigi mismörg afkvæmi). Þessar staðreyndir eiga við allar tegundir og eiginleika (þótt sumir eiginleikar séu með lítinn breytileika, t.d. fjöldi handa á mönnum). Fyrst að auðlindir eru takmarkaðar og samkeppni á milli einstaklinga innan tegundar óumflýjanleg ("the struggle for existance") leiða þessar staðreyndir til náttúrulegs vals. Náttúrulegt val er einföld vélræn útskýring á fjölbreytileika lífvera og aðlögun þeirra, þar sem óhjákvæmilegt er annað en valið verði gegn vanhæfum arfgerðum og fyrir hæfari. Afleiðingarnar eru þær að stofnar breytast og eiginleikar, eins og auga, verða betri til að sinna vissum störfum (aðlagast).Til baka: Fundur 1 júli 1858
Næsta síða: Tréð