Print this page

Íslenskar síður

Þróunarkenningunni hefur ekki verið gerð góð skil upp á íslenska tungu. Það eru einungis nokkur ár síðan Um uppruna tegundanna... kom út í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar. Nokkrar erlendar bækur um þróun mannsins og lífsins hafa verið gefnar út hérlendis, en þróunarkenningin er oftast hliðarstef eða ekki gerð almennileg skil.

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur birt nokkra pistla í kjölfar fyrirspurna, um þróunarkenninguna, uppruna lífsins og þróun einstakra hópa eins og fiska, manna og blóma.

Hér birtum við ágrip úr nokkrum pistlum af vísindavefnum, sem gefa innsýn í fjölbreytileika lífsins og mikilvægi þróunarkenningarinnar.

"Margir voru að átta sig á því um þessar mundir að lífríki jarðar hefði þróast. Vandinn var hins vegar sá mestur að átta sig nánar á hreyfiöflum og orsökum þróunarinnar þannig að menn fengju heildstæða og sannfærandi mynd af henni." Eftir Þorsteinn Vilhjálmsson. Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

"Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin." Eftir Einar Árnason Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?

"Í náttúrunni er ekki til neitt millistig milli lífs og dauðs efnis. Blanda þeirra lífrænu efnasambanda sem finnast í lífverum er steindauð. Lífverur, jafnvel smæstu bakteríur, eru mjög flóknar að byggingu. Allar lífverur hafa erfðaefni sem gert er úr kjarnsýrunni DNA." Eftir Guðmund Eggertsson Hvenær kviknaði lífið á jörðinni og hvers vegna?

"Fræðimenn telja að þessar miklu sviptingar sem urðu á umhverfi apanna hafi ýtt undir það að þeir fóru að standa á afturfótunum. Sá eiginleiki var nauðsynlegur til þess að hafa betri yfirsýn yfir umhverfi sitt og forðast rándýr sléttunnar." Eftir Jón Má Halldórsson  Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?

 

 


Til baka: Tréð
Næsta síða: Líffræðivefir