Print this page

Nám, rannsóknir og störf í líffræði

 

Líffræði fjallar um starfsemi og fjölbreytileika lífvera og er í eðli sínu grunnvísindi. Þekking á lífverum og eiginleikum þeirra nýtist í landbúnaði, læknisfræði, iðnaði og öðrum framleiðslugreinum. Til dæmis nýtist sameiginlegur skyldleiki manna og músa okkur við rannsóknir á ferlum sem liggja að baki sjúkdómum og geta gefið hugmyndir um meðferðarúrræði eða lækningu. Á sama hátt höfum við lært heilmikið um grunnstarfsemi lífvera af rannsóknum á gerlum, veirum og öðrum lífverum sem við lítum stundum á sem vanþróaðar. Þetta er undirstrikað af fleygum orðum Jacques Monod, "Það sem gildir fyrir E. coli, gildir einnig fyrir fílinn" (á ensku "What's true of E. coli is true of the elephant").

Hérlendis eru nokkrir Háskólar sem bjóða upp á nám í líffræði og skyldum greinum. Háskóli Íslands útskrifar líffræðinga með B.S. próf, Háskólinn á Hólum er með nám í hestarækt og fiskeldi sem eru með líffræðilegu ívafi, og Landbúnaðarskóli Íslands er með nokkrar námsbrautir á þessu sviði. Framhaldsnám til meistara eða doktorsprófs er einnig í boði í þessum skólum.

Nokkrar stofnanir og fyrirtæki hérlendis stunda líffræðilegar rannsóknir eða beita lítækni eða skyldum aðferðum við framleiðslu. Dæmi um slíka starfsemi má finna í lista hér til vinstri.

 

 Til baka: Íslenskar síður
Næsta síða: Aðstandendur