Print this page

Líffræðiráðstefnan 2009

Í tilefni af 30 ára afmæli líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna dagana 6. og 7. nóvember 2009. Ráðstefnan fer fram í Öskju, Háskóla Íslands, húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og Norræna húsinu.

10. nóvember 2009

107 erindi og 110 veggspjöld.

Samkvæmt skráningu voru 102 erindi á ráðstefnunni, auk 5 yfirlitserinda. Að auki voru kynnt 110 veggspjöld. Samkvæmt fyrstu tölum komu nákvæmlega 300 manns á ráðstefnuna. Hún gekk að mestu snuðrulaust fyrir sig, og haustfagnaður Líffræðifélagsins að kveldi þess 7 nóvember var hinn fjörugasti.

Undirbúningsnefndin vill þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum til ráðstefnunar, með veggspjöldum, erindum, hjálp við skipulagningu og framkvæmd. Fundarstjórnunum ber að þakka sérstaklega, sem og Hagsmunafélagi líffræðinema sem leysti úr öllum hnútum.

4. nóvember 2009

Nýjasta útgáfa af dagskrá fyrirlestra og atburða (newest version of the schedule).

Skipulag veggspjalda, nánari upplýsingar - (poster numberings - more information)


Ágrip erinda og veggspjalda eru nú aðgengileg (5 MB), og bráðum rafræn útgáfa af ráðstefnuritinu (16 MB).

The talk and poster abstracts are available (5 MB), and soon the conference brochure in eletronic form (16 MB).

Styrktaraðillar líffræðiráðstefnunar 2009 eru:


Krabbameinsfélag Íslands

Landsamband veiðifélaga

Landsvirkjun

Orf líftækni


Gróco ehf

Cetus

 

Íslensk erfðagreining

Háskólinn á Hólum

Alcoa fjarðaál sf.

Umhverfisstofnun

Hafrannsóknarstofnun


Háskóli Íslands

Samtök líffræðikennara

Cistron (cistronehf hjá gmail punktur com)

Mennta og menningarmálaráðuneytið

Umhverfisráðuneyti

Líffræðistofnun háskólans

Hið íslenska bókmenntafélag

Dagskrá er tilbúin

Gengið hefur verið frá dagskrá fyrirlestra og yfirlitserinda á ráðstefnunni (sjá tengil efst). Dagskráin hefur tekið örlitlum breytingum, nokkur erindi dottið út og önnur komið inn. Tímasetning þeirra erinda sem á dagskrá voru komin mun ekki breytast.

Ráðstefnan hefst kl 8:30 föstudaginn 6. nóvember í sal Íslenskrar erfðagreiningar. Þar fara fram tvö yfirlitserindi, um vistfræði (Inga Svala Jónsdóttir) og mannerfðafræði (Unnur Þorsteinsdóttir).

Fjórar samhliða málstofur hefjast kl 10:20 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Norræna húsinu og Öskju.

Veggspjaldasýning verður í Öskju milli 17:00 og 20:00 á föstudaginn. Veggspjöldin hanga uppi alla ráðstefnuna.

Dagskrá laugardagsins er í grófum dráttum sú að fyrst verða tvö yfirlitserindi, um þroskun taugakerfisins (Sigríður R. Franzdóttir) og náttúruvernd (Hjörleifur Guttormsson).

Málstofur taka svo við kl 10:20 og standa til kl 17:00, nema hvað Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður S. Snorrason munu flytja yfirlitserindi kl 13:00 um þróun atferlis.

Gróco býður upp á léttar veitingar í lok ráðstefnunar.

Haustfagnaður líffræðifélagsins verður haldinn að kveldi 7. nóvember á Hótel Borg.

Schedule for the biology conference

A conference on biological research in Iceland will be held the 6th and 7th of November 2009 to celebrate the 30th anniversary of the Icelandic biological society and that 35 years have passed since the Institute of biology at the University of Iceland was founded. The conference will be hosted in Askja, at the University of Iceland, Decode genetics headquarters and the nordic house.

The schedule of talks and plenary sessions has been finalized (see pdf). Further information for participants is provided here.

The conference will start 8:30 Friday November 6th, in the Decode genetics lecture hall (Sturlugata 8). Two plenary talks will be presented, on ecology (Inga Svala Jónsdóttir) and human genetics (Unnur Þorsteinsdóttir).

Four concurrent topic sessions start after the coffee break, at 10:20 in Decode, Askja and the nordic house.

The poster session will be in Askja between 17:00 and 20:00 on friday, but are available for the duration of the conference.

The Saturday schedule starts with two plenary talks, on neuronal development  (Sigríður R. Franzdóttir) and nature preservation (Hjörleifur Guttormsson). The third and final plenary talk, on evolution of behavior, will be given by Hrefna Sigurjónsdóttir and Sigurður S. Snorrason at 13:00 hours. Topic sessions will fill the gap between the two plenary sessions and continue untill 17:00.

The conference closes with a reception provided by Groco, and 21:00 that same night there will be a gathering Hótel Borg.

Older announcements


Seinni skráning

Skráningarfrestur á ráðstefnuna var 15. september, en vegna fjölda áskoranna er enn er tekið á móti ágripum fyrir veggspjöld ("late submission"). Netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Ágrip erinda og veggspjalda skal senda á sama netfang.

Sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar um frágang útdrátta í meðfylgjandi skjölum, á islensku (word, pdf) og ensku (word, pdf). Erindi og veggspjöld geta annað hvort verið á íslensku eða ensku.

Late submission

Late submission is currently open, but only for posters. Please email name and affiliation, along with abstract to: liffraediradstefna@mail.holar.is. The abstract, talk or posters can either be in Icelandic or English. Those who plan not to present papers can also register by sending their name and affiliation to the same email address.


Haustfagnaður og lokahóf

Að lokinni ráðstefnunni, laugardagskvöldið 7. nóvember, verður haldinn haustfagnaður Líffræðifélags Íslands á Hótel Borg. Veislustjóri verður K.P. Magnússon og ræðumaður kvöldsins Skúli Skúlason. Óli Palli af Rás 2 verður plötusnúður. Auglýsingu um haustfagnaðinn má hlaða niður og prenta til frekari dreifingar.

An anniversary celebration will take place the night of the final day of the conference, Saturday 7th 2009 in the main ballroom of Hotel Borg. The festivities start at 20:00, see poster for details.

Málstofur og efnisflokkar/Topic sessions and content

 

Líffræðikennsla

Nýlegar breytingar á lífríki Íslands

Teaching biology

Recent changes to the Icelandic biota

Vistfræði, þróun og verndun íslenskra ferskvatnsfiska

Ecology, evolution and conservation of icelandic freshwater fishes

Sjófuglar

Seabirds

Vistvernd eða náttúrukreppa

Ecopreservation and crisis in nature

Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki norðurhvels

Effects of climatic change on nordic biology

Þróunar- og stofnerfðafræði

Evolution and population genetics

Fiskifræði

Fisheries biology

Spendýr á landi

Land mammals

Atferlisfræði

Behavioural biology

Landgræðsla og skógrækt

Land restoration and forestry

Hagnýt líffræði

Practical biology

Landnýting
Agricultural biology 
Gróður og vistfræði

Flora and ecology

Grasafræði

Botany

Maður og náttúra

Man and nature

Sjávarnytjar

Sjávar spendýr

Utilization of marine ecosystems

Marine mammals

Sjávarvistfræði

Marine ecology

Sjúkdómar og ónæmisfræði dýra

Animal diseases and immunology

Próteinsýklar og veirur

Prions and viruses

Örverufræði

Microbiology

Sameindaerfðafræði

Molecular genetics

Mannerfðafræði

Human genetics

Ónæmisfræði

Immunology

Frumulíffræði

Cell biology

Erfðamengjafræði

Genomics

Líffræði manns og sjúkdóma

Human biology and disease

Krabbameinsrannsóknir

Cancer biology

Sameindalíffræði og lífefnafræði

Molecular biology and biochemistry

Lífeðlisfræði

Physiology