Print this page

Ráðstefna HA og Hólaskóla


Undur náttúrunnar - 24 nóvember 2009.

Þriðjudaginn 24 nóvember 2009 verða 150 ár liðin frá útgáfu uppruna tegundanna. Að því tilefni efndu Háskóli Akureyrar og Háskólinn á Hólum til ráðstefnu undir heitinu Undur náttúrunnar.

Fyrirlestrarnir skiptust í nokkrar málstofur:

Náttúra Norðurlands: Svipmyndir úr dýraríki, jurtaríki og hinum hulda heimi örvera

Sameinaðir stöndum vér: Sambýli örvera, dýra og jurta í náttúru Íslands

Vor dýrasti arfur: Hlutverk erfða í þróun lífvera

Úrsmiðurinn blindi: Þróun mannsaugans, finkugoggsins og annarra furðuverka

Hvað þýðir þetta allt? Áhrif þróunarkenninga á hugmyndasögu og vísindaheimspeki

Nánar um ráðstefnuna

Dagskrá í heild sinni (af vef Háskóla Akureyrar)

Fyrsti fundur. Náttúra Norðurlands: Svipmyndir úr dýraríki, jurtaríki og hinum hulda heimi örvera

9:10 Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við auðlindadeild HA, flytur erindið Auðlindir hafs í Eyjafirði og áhrif umhverfisins.

9:30 Hjörleifur Einarsson, prófessor við auðlindadeild HA, flytur erindið Margur er knár þó hann sé smár.

9:50 Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindið Út í skóg að svipast um í svepparíkinu.

10:10 Jóhannes Árnason, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri flytur erindið Aspirnar eru illgresi?

10:20 Umræður

10:35 Kaffi

Annar fundur. Sameinaðir stöndum vér: Sambýli örvera, dýra og jurta í náttúru Íslands

10:50 Oddur Vilhelmsson, dósent við auðlindadeild HA, flytur erindið Þröng í þalinu: Ljósóháð bakteríusamfélög í íslenskum fléttum.

11:10 Arnheiður Eyþórsdóttir, aðjúnkt við auðlindadeild HA, flytur erindið Einkalíf svampa.

11:30 Ólafur S. Andrésson, prófessor við Háskóla íslands, flytur erindið Erfðamengi sambýlis: Raðgreining á himnuskóf.

11:50 Umræður

12:05 Matur

Þriðji fundur. Vor dýrasti arfur: Hlutverk erfða í þróun lífvera

13:10 Kristinn P. Magnússon, dósent við auðlindadeild HA og sérfræðingur á Akureryrarsetri NÍ, flytur erindið Ertu skoffín?

13:30 Stefán B. Sigurðsson, rektor HA, flytur erindið Meðfæddir hæfileikar eða þjálfun í íþróttum - Hvort ræður úrslitum?

13:50 Stefán Óli Steingrímsson, dósent við Háskólann á Hólum flytur erindið Ferskvatnsfiskar og fábreytni íslenskrar náttúru.

14:10 Umræður

14:25 Kaffi

Fjórði fundur. Úrsmiðurinn blindi: Þróun mannsaugans, finkugoggsins og annarra furðuverka

14:40 Arnar Pálsson, dósent við Líf-og umhverfisvísindadeild HÍ flytur erindið Náttúrulegt val og fjölbreytileiki lífsins.

15:00 Hafdís Hanna Ægisdóttir, verkefnisstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindið Darwin og lífríki eyja.

15:20 Þórir Haraldsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri, flytur erindið Aðlögun hvítabjarna að óvistlegu umhverfi.

15:50 Umræður

16:00 Kaffi

Fimmti fundur. Hvað þýðir þetta allt? Áhrif þróunarkenninga á hugmyndasögu og vísindaheimspeki

16:15 Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands, flytur erindið Þróunarkenningin í ljósi vísindaheimspekinnar.

16:35 Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna flytur erindið Landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi, 1872-1910.

16:55 Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður safnasviðs NÍ, flytur erindið Tegundir, þróun og flokkunarkerfi í ljósi Uppruna tegundanna.

17:15 Umræður

17:30 Samantekt og málstofuslit

17:45 Móttaka