Print this page

Málþing: 12 febrúar 2009

Hefur maðurinn eðli? Málþing í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwins.

 

Haldið var málþing um framlag Charles Darwins á tvöhundruðasta afmælisdegi hans 12 Febrúar 2009. Á málþinginu var spurt hvort maðurinn hafi eðli, og ef svo er hvert það sé? Fyrirlesarar nálguðust efnið bæði frá sjónarhorni náttúruvísinda, tölvunarfræði og heimspeki, og flutti hver stutta framsögu.

Ari K. Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík "Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?"

Eyja Margrét Brynjarsdóttir lektor í heimspeki við Háskóla Íslands "Að hálfu leyti api enn"

Jón Thoroddsen - Heimspekingur og grunnskólakennari "Er sköpunargáfan hluti af eðli mannsins?"

Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur "Darwin, Marx og spurningin um mannlegt eðli"

Skúli Skúlason Prófessor og rektor Háskólans á Hólum "Maðurinn sem náttúruvera"

Nokkrir fyrirlesararnir hafa sent okkur erindi sýn og leyft okkur að gera þau aðgengileg á netinu. Þau eru hengd við titla erinda viðkomandi annað hvort sem slæðupakkar eða pistlar á pdf formi.

Málþingið var öllum opið og opnar umræður að erindum loknum. Í upphafi málþingsins voru tilkynnt úrslit í ritgerðarsamkeppni sem Samtök líffræðikennara og aðstandendur Darwin dagana 2009 héldu. Höfundi bestu bestu ritgerðarinnar um þróun og Darwin verða veitt verðlaun. Aðstandendur eru Samlíf (samtök líffræðikennara), Hið íslenska bókmenntafélag, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Siðmennt (Félag siðrænna húmanista á Íslandi) og aðstandendur Darwin daganna 2009.