Print this page

Viðburðir á dögum Darwins 2009

Árið 2009 eru tvær aldir liðnar frá fæðingu Charles Darwins og 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Um uppruna tegundanna. Þar setti Darwin fram byltingarkennda kenningu um þróun lífvera vegna náttúrulegs vals. Erlend félagasamtök, borgir og söfn og fleiri halda upp á Darwin daga á næsta ári. Í tilefni þessara tímamóta er einnig stefnt að margskonar hátíðarhöldum hérlendis árið 2009.

Á haustmánuðum 2008 fór af stað ritgerðasamkeppni um þróun lífsins og Darwin í samvinnu við Samtök líffræðikennara og Hið íslenska náttúrufræðifélag.

12 febrúar 2009 voru 200 ár liðin frá fæðingu Charles R. Darwin. Af því tilefni var haldið málþing undir yfirskriftinni: Hefur maðurinn eðli?

Haustið 2009 var röð fyrirlestra um þróun. Meðal fyrirlesara voru erlendir gestir, Montgomery Slatkin, Peter og Rosemary Grant, Joe Cain og Linda Partridge. Í tengslum við fyrirlestraröðina er í undirbúningi útgáfa bókar um þróunar lífsins sem mun spanna allt frá spurningum um uppruna lífsins og steingervingasöguna til rannsókna á þróun mannkyns og tilurð kynæxlunar.

24 nóvember 2009, þegar 150 ár voru liðin frá útgáfu uppruna tegundanna, hélt Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum ráðstefnu með íslenskum fyrirlesurum um þróun lífsins og þróunarkenningu Darwins.


Til baka: Guidelines
Næsta síða: Ritgerðir framhaldskólanema