Sumarið og haustið 2009 munu verða haldnir vandaðir fyrirlestrar um þróun, vísindasagnfræði og líffræði, í tilefni af afmæli Darwins. Nokkrir erlendir vísindamenn hafa samþykkt að koma og halda erindi og við erum einnig að skipuleggja fyrirlestra innlendra vísindamanna um þróun og Darwin.

Mögulegt er að hlaða niður veggspjöldum, A3 og A4 (prentvæn útgáfa) sem unnin voru af listamanninum Bjarna Helgasyni.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar:

6 júlí - Montgomery Slatkin - Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði

29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun

3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins

24 október -  Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir - Steingervingar og þróun lífs

31 október - Joe Cain - Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins

7 nóvember - Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason - Þróun atferlis

14 nóvember - Einar Árnason - Náttúrlegt val vegna fiskveiða*

21 nóvember - Hafdís Hanna Ægisdóttir - Lífríki og þróun á eyjum

28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*

5 desember - Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Bjarni K. Kristjánsson - Tegundamyndun

12 desember - Snæbjörn Pálsson - Þróun kynæxlunar

*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.