Þann 12 febrúar 2009 birtist eftirfarandi grein í Fréttablaðinu, bls 26. Sólveig Gísladóttir höfundur gaf leyfi fyrir endurprentun hér. Myndin er einnig úr Fréttablaðinu.

Hlýtur verðlaun fyrir bestu ritgerðina um Darwin

 

Í dag eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles Darwin og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Uppruni tegundanna.Í dag eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles Darwin og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Uppruni tegundanna. Af því tilefni verður í dag haldið málþing í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132 klukkan 16.30. Málþingið er öllum opið.Í upphafi málþingsins verða veitt verðlaun í ritgerðasamkeppni sem efnt var til meðal framhaldsskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélagið. Í fyrsta sæti varð Kári Gautason, tvítugur nemi við Menntaskólann á Akureyri."Ég hafði ekki lesið mikið um þróunarkenninguna en vissi hver Darwin var. Þegar ég fór að lesa mér til um hann fannst mér hann nokkuð áhugaverður," segir Kári sem gaf sér góðan tíma til að afla heimilda og skrifa ritgerðina sem að lokum varð um tuttugu síður að lengd. Kári lærði mikið á ritgerðasmíðinni. "Til dæmis var hann ekki fyrstur til að koma með þessa kenningu en var fyrstur til að koma með hana almennilega rökstudda," segir Kári og bætir við að bók hans, Uppruni tegundanna, hafi verið svo stútfull af gögnum til stuðnings kenningunni að hún náði að sannfæra ansi marga.En var eitthvað sem kom honum á óvart við heimildaöflunina? "Kannski það að hann var næstum búinn að missa af höfundaréttinum af því hann var með svo mikla fullkomnunaráráttu. Hann beið svo lengi eftir því að gefa bókina út til að vera viss um að vera með nógu mikið af gögnum," segir Kári sem ætlar að skella sér í bæinn í dag til að taka við verðlaununum.

Á málþinginu verða flutt nokkur erindi. Þar á meðal mun Ari K. Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, ræða um hvort maðurinn hafi einkaleyfi á greind. Eyja Margrét Brynjarsdóttir lektor í heimspeki við HÍ flytur erindið; Að hálfu leyti api enn. Jón Thoroddsen heimspekingur ræðir spurninguna; Er sköpunargáfan hluti af eðli mannsins? Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur ræðir um Darwin, Marx og spurninguna um mannlegt eðli og að lokum ræðir Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum um Manninn sem náttúruveru.

solveig@frettabladid.is