Print this page

Líffræðigáttin

Líffræðigáttin er vefsíða líffræðifélags íslands, fyrir ráðstefnur sem félagið stendur fyrir eða kemur að, og er í raun opin fyrir önnur vefverkefni á sviði líffræði. Þeir sem hafa góðar hugmyndir um nýtingu á líffræðigáttinni eru beðnir um að hafa samband við vefritara og/eða stjórn líffræðifélagsins.

Líffræðigáttin var sett upp árið 2009, til að minnast merkra tímamóta í sögu náttúruvísinda víða um heim. Tvær aldir voru liðnar frá fæðingu Charles Darwins og 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Um uppruna tegundanna. Þar setti hann fram byltingarkennda kenningu um þróun lífvera vegna náttúrulegs vals. Í tilefni þessara tímamóta fóru fram margskonar hátíðarhöld hérlendis árið 2009 (málþing, og fyrirlestraröð).

Líffræðiráðstefnan 2011

Líffræðifélag Íslands heldur ráðstefnu dagana 11. og 12. nóvember 2011, undir heitinu Líffræðirannsóknir á Íslandi 2011. Við hvetjum alla til að nýta tækifærið til að kynna líffræðirannsóknir sínar með erindum eða veggspjöldum.

Ráðstefnunni verður skipt upp í málstofur eftir viðfangsefnum, ekki verða fleiri en ‏‏þrjár málstofur samhliða. Ef áhugi er á sérstökum málstofum, komið þá hugmyndum til skipuleggjenda ráðstefnunnar eigi síðar en 10. september.

Skráningarfrestur þeirra sem vilja halda erindi eða vera með veggspjöld á ráðstefnunni var framlengdur til 8. október. Vinsamlegast skráið þátttöku og útdrátt á síðunni http://lif.gresjan.is/2011/skraning.php.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunar.

Eldri tilkynningar


Arfleifð Darwins

Í lok septembermánaðar 2010 kemur út ritgerðasafnið Arfleifð Darwins, þróunarfræði, náttúra og menning. Kveikjan að bókinni var afmæli Charles Darwin, en í fyrra voru 200 ár liðin frá fæðingu hans, og það að 150 ár voru í fyrra liðin frá því að Uppruni tegundanna var gefinn út. Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út.

Að því tilefni birtum við hér inngangskafla bókarinnar (á pdf formi), efnisyfirlit hennar ásamt öðru efni.

Fyrirlestraröð um þróun lífsins

Seinni hluta ársins 2009 var fyrirlestraröð um þróun lífsins og þróunarkenningu Darwins. Meðal fyrirlesara eru nokkrir íslenskir fræðimenn og erlendir gestir, Mongomery Slatkin, Peter og Rosemary Grant, Joe Cain og Linda Partridge. Dagskrá haustsins er nú frágenginn og má . Einnig getur fólk hlaðið niður veggspjöldum, A3 og A4 (prentvæn útgáfa) sem unnin voru af listamanninum Bjarna Helgasyni.

Undur náttúrunnar - 24 nóvember 2009.

Þriðjudaginn 24 nóvember 2009 voru 150 ár liðin frá útgáfu uppruna tegundanna. Að því tilefni efndu Háskóli Akureyrar og Háskólinn á Hólum til ráðstefnu undir heitinu Undur náttúrunnar. Dagskrá í heild sinni.

Líffræðiráðstefnan 2009

Í tilefni 30 ára afmælis líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna um líffræðirannsóknir á Íslandi 6. og 7. nóvember 2009.

Nánari upplýsingar eru á síðu líffræðifélagsins.


Næsta síða: Fréttir og tilkynningar